Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember
Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.

„Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.
Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar
Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.

Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022
„Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún.
„Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“
Smelltu hér til að lesa pistil Hyde.