Körfubolti

Sjáðu bikarúrslitaleikina í draugsýn | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marvin Valdimarsson og Ingibjörg Jakobsdóttir taka við bikurunum um helgina.
Marvin Valdimarsson og Ingibjörg Jakobsdóttir taka við bikurunum um helgina. vísir/þórdís
Stjarnan varð bikarmeistari karla í körfubolta um síðustu helgi og Grindavík vann titilinn öðru sinni í kvennaflokki eftir sigur á Keflavík.

Leikirnir voru skemmtilegir og spennandi, sérstaklega karlaleikurinn þar sem Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann topplið KR með tveggja stiga mun.

Hörður Tulinius, körfuboltaáhugamaður og einn af pennum körfuboltavefsins karfan.is, tók leikina upp á RED One-myndavél með þremur mismunandi linsum og náði þannig að fanga leikina á einstakan hátt.

Þetta er kallað Phantom Cam í Bandaríkjunum en Hörður hefur íslenskað þetta í draugsýn. Þannig er saga leiksins rakin í hægri endursýningu með geggjuðum skotum.

Hér að neðan má sjá bæði myndböndin sem birtust fyrst á karfan.is.

Kvennaleikurinn í draugsýn: Karlaleikurinn í draugsýn:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×