Vigdís Finnbogadóttir er brautryðjandi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2015 14:04 Á myndinni má sjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, Þorstein Inga Sigfússon forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Táknmynd viðurkenningarinnar sem veitt var í dag var í formi listaverks eftir Eddu Heiðrúnu Bachman sem hún málaði sérstaklega fyrir þessa viðurkenningu. „Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Frú Vigdís er lifandi goðsögn og ein merkilegasta persóna íslandssögunnar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er afar stolt af því að heiðra hana með viðurkenningunni og sýna henni þakklæti fyrir hennar elju og dug. Virðing fyrir hennar framlagi og ævistarfi er okkur ofarlega í huga í dag,“ segir í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan:Frú Vigdís Finnbogadóttir sem nú hlaut viðurkenninguna Brautryðjandinn hefur komið víða við á sínum ferli m.a. bæði í kennslu við menntaskóla og Háskóla Íslands. Í mörg sumur vann Vigdís hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og segja má að hún hafi verið frumkvöðull að því sem síðar var kallað menningartengd ferðaþjónusta og vann kynningarefni um land og þjóð. Vigdís var einnig leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur en síðast en ekki síst var hún kjörin forseti Íslands árið 1980 og gegndi því starfi í 16 ár. Athygli vakti um gjörvallan heim þegar kona var í fyrsta sinn kjörin leiðtogi þjóðar sinnar í lýðræðislegri kosningu. Óhætt er að segja að sögulegt kjör Vigdísar Finnbogadóttur og farsælt starf hennar jafnt heima sem heiman hafi reynst ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur fengið. Vigdís heillaði ekki bara landa sína í hlutverki forseta heldur einnig heimsbyggðina um leið með framkomu sinni, hlýju viðmóti og snjöllum orðum. Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd voru og eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Vigdís hefur ekki setið auðum höndum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands árið 1996. Hún hefur unnið ötullega að því að styrkja tungumál, rannsóknir og menningu, heima fyrir og á alþjóðavettvangi og hefur stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum notið mikilvægrar liðveislu hennar í uppbyggingarstarfinu.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira