Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 19:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér. Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent