Viðskipti erlent

Úkraína fær 2300 milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christina Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christina Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. vísir/epa
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt 17,5 milljarða dollara, 2310 milljarða króna, lán fyrir Úkraínu. Lánið er hluti af efnahagsáætlun sem unnin hefur verið fyrir Úkraínu.

Fyrir utan 17,5 milljarða dala lánið gerir áætlunin ráð fyrir tvíhliða og margliða samningum og samtals muni það tryggja lánveitingu upp á 40 milljarða dollara, 5280 milljarða króna.

Christina Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að þetta samkomulag gæti skipt sköpum fyrir Úkraínu. BBC segir aftur á móti að Arseniy Yatseniuk telji að í aðgerðaráætluninni felist mjög erfiðar aðgerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×