Baldwin útskýrir kúkafagnið | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 23:30 Doug Baldwin skoraði snertimark og fagnaði á ósmekklegan hátt. vísir/getty Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira