Bændur vilja nálgast hina lattelepjandi lopatrefla Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 15:19 Bændur munu leggja undir sig Hörpuna eftir rúma viku og það leggst bara vel í Halldór Guðmundsson. Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson. Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson.
Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56
Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09