Lars Christensen býst við frekari fjármagnshöftum í Rússlandi ingvar haraldsson skrifar 2. febrúar 2015 15:35 vísir/vilhelm Lars Christensen, hagfræðingur Danske Bank, telur að Rússar þurfi að velja milli þess að halda háum vöxtum í Rússlandi eða leyfa gengi rúblunnar að falla frekar. Þetta kom fram í viðtali sem Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá VÍB, tók við Lars í síðustu viku og má sjá í spilaranum hér að neðan. Lars sér um greiningu á nýmarkaðsríkjum fyrir hönd Danske Bank og hefur því fjallað mikið um rússneskt efnahagslíf í gegnum tíðina. Lars bendir þó á að veiking rúblunnar myndi valda talsverðum vandræðum fyrir rússnesk fyrirtæki sem skulda lán í erlendri mynt. Rúblan gæti verið um 15 prósent of sterk miðað við núverandi olíuverð að mati Lars en gengi rúblunnar hefur fallið um 52 prósent miðað við gengi dollarans frá því í júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Klinkið - Lars Christensen Hratt hefur gengið á gjaldeyrisvaraforða Rússa, sem orðinn er mjög lítill miðað við magn erlendra lána. Það getur valdið vandræðum þar sem rússnesk fyrirtæki eiga í dag erfitt með að sækja sér fjármögnun. Lars telur miklar líkur á að settar verði á enn frekari takmarkanir á flæði fjarmagns til og frá Rússlandi. Viðtalið við Lars má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lars Christensen, hagfræðingur Danske Bank, telur að Rússar þurfi að velja milli þess að halda háum vöxtum í Rússlandi eða leyfa gengi rúblunnar að falla frekar. Þetta kom fram í viðtali sem Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri hjá VÍB, tók við Lars í síðustu viku og má sjá í spilaranum hér að neðan. Lars sér um greiningu á nýmarkaðsríkjum fyrir hönd Danske Bank og hefur því fjallað mikið um rússneskt efnahagslíf í gegnum tíðina. Lars bendir þó á að veiking rúblunnar myndi valda talsverðum vandræðum fyrir rússnesk fyrirtæki sem skulda lán í erlendri mynt. Rúblan gæti verið um 15 prósent of sterk miðað við núverandi olíuverð að mati Lars en gengi rúblunnar hefur fallið um 52 prósent miðað við gengi dollarans frá því í júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Klinkið - Lars Christensen Hratt hefur gengið á gjaldeyrisvaraforða Rússa, sem orðinn er mjög lítill miðað við magn erlendra lána. Það getur valdið vandræðum þar sem rússnesk fyrirtæki eiga í dag erfitt með að sækja sér fjármögnun. Lars telur miklar líkur á að settar verði á enn frekari takmarkanir á flæði fjarmagns til og frá Rússlandi. Viðtalið við Lars má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira