Hann tók myndir af tuttugu hreindýra hópi í gærmorgun, þar sem þau stóðu í um 40 til 50 metra fjarlægð frá veginum í gegnum bæinn.
„Þau voru bara að dóla sér rétt fyrir neðan Hótel Hérað og Bónus, á túni sem er í raun í miðbæ Egilsstaða. Þau voru þarna í nokkra tíma að ná sér í gras og unnu sig rólega í gegnum túnin sem liggja með veginum og miðbænum.“
Ívar segir fjölmarga hafa stöðvað bíla sína við hreindýrin og tekið myndir og að ferðamenn hafi haft sérstaklega gaman af þeim.
„Þau voru mjög spök. Þetta er ekki langt frá veginum þar sem við vorum að taka myndir af þeim. Útlendingarnir eru mikið að elta norðurljósin og svo vita þeir af hreindýrunum hér fyrir austan. Þeim finnst meiriháttar spennandi að sjá þau líka.“
„Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir. Það erum margir sem segja að Egilsstaðir sé hreindýrabær Íslands. Þau eru hérna fyrir austan og það eru ekki margir staðir þar sem þau spóka sig um í miðbænum.“
Post by Gistihús Olgu.
Post by Gistihús Olgu.