Coca Cola hættir við auglýsingaherferð eftir að hafa vitnað í Mein Kampf ingvar haraldsson skrifar 6. febrúar 2015 10:09 vísir/getty Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira