Hakkarar hafa brotist inn í gagnagrunn tryggingarfyrirtækisins Anthem og komist yfir upplýsingar um heilsufar og sjúkrasögu allt að 80 milljón Bandaríkjamanna.
The New York Times segir árásina vera til marks um að fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum séu langt á eftir öðrum atvinnugreinum hvað varðar netöryggi.
Fulltrúar Anthem, sem er næst stærsta tryggingarfyrirtæki Bandaríkjanna, segjast ekki vita hver ber ábyrgð á árásinni. Grunir beinist að tölvuþrjótum sem vinna fyrir erlend stjórnvöld, hugsanlega kínversk.
Tölvuþrjótar komast yfir sjúkrasögu milljóna Bandaríkjamanna
