Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“
Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra.
Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung.
Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV
Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W
— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015
Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi.