Þýska blaðið Bild birti á dögunum tekjur leikmanna þýska landsliðsins í handbolta og segir þær á engan hátt standast samanburð við leikmanna karlalandsliðsins.
Samkvæmt úttekt blaðsins er fyrirliðinn og hornamaðurinn Uwe Gensheimer launahæstur með 29 þúsund evrur (4,4 milljónir kr.).
Blaðið nefnir til samanburðar að Bastian Schweinsteiger, leikmaður Bayern München, þéni 800 þúsund evrur (120 milljónir kr.) á mánuði.
Leikmenn hefðu fengið 450 þúsund krónur í bónus með því að vinna heimsmeistaratitilinn en leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu fengu hundraðfalt hærri upphæð, 45 milljónir króna, fyrir heimsmeistartitilinn sem liðið vann í Brasilíu í sumar.
Silvio Heinevetter, markvörður Füchse Berlin, er næstur á tekjulista handboltalandsliðsins með 28 þúsund evru en Erik Schmidt, sem leikur með Ludwigshafen, er neðstur með sex þúsund evrur - 903 þúsund kr.
Þýskaland, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar, mætir Króatíu á HM í handbolta í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8.
Gríðarlegur tekjumunur þýsku landsliðsmannanna

Tengdar fréttir

Kraus: Getum unnið Króatíu
Mimi Kraus segir að heimaliðið njóti stundum heimadómgæslu á HM í handbolta.

Dagur: Við erum betri en Katar
Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær.

Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari
"Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki.

Þess vegna er fimmta sætið svona mikilvægt fyrir Dag og Guðmund
Ulrik Wilbek, yfirmaður landsliðsmála hjá danska handboltasambandinu, hefur reiknað það út að það sé mjög mikilvægt að ná fimmta sætinu á HM í Katar. Danskir fjölmiðlar fjalla um þetta í dag.

Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika
Neitaði að tjá sig um dómgæsluna eins og hann hefur áður gert.