Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Arnar Björnsson skrifar 30. janúar 2015 18:45 Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. „Þetta var mjög erfitt. Þegar liðin eru búin að spila svona marga leiki þá þeir oft svolítið sérstakir og kaflaskiptir. Við byrjuðum illa og það tók okkur 10 til 12 mínútur að komast inn í leikinn. Svo skorum við 7 mörk í röð, Landin varði þrjú skot í röð og við náðum forystunni og brutum ísinn. Það er auðvitað gríðarlega mikið í húfi því með þessum sigri erum við búnir að tryggja okkur möguleikann á því að komast á Olympíuleikana. Öll liðin vissu hve mikilvægur þessi leikur var. Gegn Króötum á morgun getur allt gerst því það veit enginn ennþá hvort það verða sjö lið sem fá tækifæri til þess að komast á Olympíuleikana eða ekki. En við erum búnir að tryggja okkur áfram og það verður ekki af okkur tekið.“ Guðmundur segir að leikurinn hafi verið erfiður. „Við spiluðum vel í sókninni, skoruðum 36 mörk en varnarleikurinn í seinni hálfleik var mjög erfiður og lítil markvarsla“. Varstu farinn að halda að þetta yrði endurtekning á Argentínuleiknum? „Ég verð að játa það að ég var aldrei rólegur í seinni hálfleik. Við náðum ekki að standa vörnina og fengum ekki markvörsluna sem við þurftum. Þetta tvennt var ekki í nógu góðu standi í seinni hálfleik.“ Hægri vængurinn ykkar, Lasse Svan og Mads Christiansen, var frábær í kvöld? „Það er nú ekki oft sem maður sér leikmann skora 13 mörk úr jafnmörgum skotum. Þetta er bara gjörsamlega stórkostlegt. Mads Christiansen var mjög öflugur og var að mata hann. Ég skipti venjulega hornamönnun inná í hálfleik en ákvað að gera það ekki núna því ég fann að þetta var hans dagur“. En af því að leikurinn var í járnum að þá gastu ekki gert þær skiptingar sem þú hefðir viljað? „Nei, ég verð bara að viðurkenna það. Mér fannst leikurinn það erfiður að ég þorði ekki að taka þá áhættu“. Þið mætið Króötum strax á morgun og þú getur ekki dundað við það fram á morgun að skoða þennan leik? „Nei það er rétt hjá þér ég verð bara að vaða í Króataleikinn einn tveir og bingó. Ég á fríska menn sem geta hjálpað á morgun. Ég vildi umfram allt endilega vinna þennan leik og ég lagði mikið í hann. Við vonum að það verði nógu mikill kraftur í mönnum að vinna leikinn á morgun“. Seturðu leikinn á morgun þannig upp að leikmennirnir eigi að njóta þess að spila eða gefur þú allt í hann? „Ég vil endilega vinna hann, ekki spurning og við leggjum allt það sem við getum í hann“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Skoraði 13 mörk úr 13 skotum Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum. 30. janúar 2015 18:24