Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2015 15:58 Martin Strobel, leikstjórnandi þýska landsliðsins, brýst í gegnum dönsku vörnina. vísir/getty/ Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00