Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 13:00 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira