Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 09:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira