Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2015 14:14 Stúlkan var skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili sitt í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Visir/Getty/Vilhelm „Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum. Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40