Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 15:40 Vísir/eva björk Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45