Egyptar stöðvuðu Svíana í Al Sadd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 17:48 Jafnteflið þýðir að Ísland nær ekki öðru sætinu. vísir/afp Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha. HM 2015 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha.
HM 2015 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira