Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 07:30 Róbert og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrum landsliðsmaður, fagna sigrinum á Egyptalandi. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02
Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12
Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18