Júlíus Sigurjónsson, einn þeirra stuðningsmanna íslenska landsliðsins sem er nú staddur á HM í Katar, mun sjá um Snapchat aðgang íþróttadeildar 365 í dag.
Tilefnið er leikur Íslands gegn Danmörku í 16-liða úrslitum HM í handbolta.
Júlíus mun leyfa fylgjendum sport365 á Snapchat að fá innsýn inn í líf stuðningsmannsins á leikdegi á HM í Katar, allt frá upphitun og inn í leikinn sjálfan.
Notendanafn íþróttadeildar á Snapchat er sport365 en leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.00 og verður í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis.
Upplifðu HM með augum stuðningsmanns Íslands

Tengdar fréttir

Íþróttadeild 365 komin á Snapchat
Fylgstu með á bakvið tjöldin hjá íþróttadeild 365.

Kári Kristján sér um snapchat íþróttadeildar í dag
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson gefur fólki innsýn í daginn hjá strákunum okkar.