Facebook, Instagram og Tinder niðri í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 07:10 Vísir/Getty Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og Tinder virkuðu ekki í nótt um heim allan. Aðrir samfélagsmiðlar eins og Twitter virkuðu enn og hefur kassamerkið Facebookdown verið notað gríðarlega mikið þar. Í lok september í fyrra notaði 1,25 milljarður manna Facebook á degi hverjum. Samfélagsmiðillinn lá niðri í rúma klukkustund. Hakkarahópurinn Lizard Squad virðist hafa gert árás á samfélagsmiðlana, en samkvæmt Twitter síðu þeirra, gerðu þeir einnig árás á MySpace. Lizard Squad gerði einnig árás á tölvukerfi Malaysia Airlines í gær, samkvæmt Sky News. Á heimasíðu fyrirtækisins settu þeir upp skilaboðin: 404 - Plane not found. Hacked by Cyber Caliphate. Þar að auki gerði hópurinn árás og Microsoft og Sony um jólin, svo að leikjaþjónustur fyrirtækjanna lágu niðri. Facebook, Instagram, Tinder, AIM, Hipchat #offline #LizardSquad— Lizard Squad (@LizardMafia) January 27, 2015 Hér að neðan má sjá yfirlit yfir færslur á Twitter, sem notast við #Facebook down. Fjölmörg þeirra eru bráðfyndin og margir notendur Twitter vekja athygli á því hve margir séu háðir Facebook. Forrit sem tengjast við Facebook virkuðu ekki heldur í nótt. Þar á meðal er Tinder en Instagram er einnig í eigu Facebook. #facebookdown Tweets Kassamerkið ThingsIDidWhenFacebookWasDown, eða; Það sem ég gerði á meðan Facebook lá niðri, hefur einnig vakið mikla lukku nú í morgunsárið. #thingsididwhenfacebookwasdown Tweets Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og Tinder virkuðu ekki í nótt um heim allan. Aðrir samfélagsmiðlar eins og Twitter virkuðu enn og hefur kassamerkið Facebookdown verið notað gríðarlega mikið þar. Í lok september í fyrra notaði 1,25 milljarður manna Facebook á degi hverjum. Samfélagsmiðillinn lá niðri í rúma klukkustund. Hakkarahópurinn Lizard Squad virðist hafa gert árás á samfélagsmiðlana, en samkvæmt Twitter síðu þeirra, gerðu þeir einnig árás á MySpace. Lizard Squad gerði einnig árás á tölvukerfi Malaysia Airlines í gær, samkvæmt Sky News. Á heimasíðu fyrirtækisins settu þeir upp skilaboðin: 404 - Plane not found. Hacked by Cyber Caliphate. Þar að auki gerði hópurinn árás og Microsoft og Sony um jólin, svo að leikjaþjónustur fyrirtækjanna lágu niðri. Facebook, Instagram, Tinder, AIM, Hipchat #offline #LizardSquad— Lizard Squad (@LizardMafia) January 27, 2015 Hér að neðan má sjá yfirlit yfir færslur á Twitter, sem notast við #Facebook down. Fjölmörg þeirra eru bráðfyndin og margir notendur Twitter vekja athygli á því hve margir séu háðir Facebook. Forrit sem tengjast við Facebook virkuðu ekki heldur í nótt. Þar á meðal er Tinder en Instagram er einnig í eigu Facebook. #facebookdown Tweets Kassamerkið ThingsIDidWhenFacebookWasDown, eða; Það sem ég gerði á meðan Facebook lá niðri, hefur einnig vakið mikla lukku nú í morgunsárið. #thingsididwhenfacebookwasdown Tweets
Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira