„Málið er afar alvarlegt að mínum dómi og ég tel að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök,“ skrifar Elín á Facebook síðu sína. Hún segir að veigamestu mistök Hönnu Birnu hafi verið afskipti hennar af rannsókn lekamálsins, eins og fjallað sé um í áliti umboðsmanns Alþingis.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gær um álit umboðsmanns, sem kynnt var fyrir helgi. Eftir fundinn sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telja að Hanna Birna ætti afturkvæmt á Alþingi.
„En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ sagði Bjarni í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.