Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 15:30 Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira