Brand og Baur lofa Dag í hástert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 13:21 Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja og Dagur Sigurðsson, núverandi þjálfari liðsins. Vísir/Getty Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30
Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00
Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30
Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30