Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 13:48 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig. HM 2015 í Katar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig.
HM 2015 í Katar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni