Nyegaard: Hvar eru ungu mennirnir í íslenska liðinu? Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 18:45 Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný." HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný."
HM 2015 í Katar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira