Green um sigurmark Spánar: Tilfinningin hræðileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 29. janúar 2015 16:30 Jannick Green. Vísir/Getty Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00
Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00