Fjöldi íþróttafélaga skorar á Alþingi að taka fyrir frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og skorar enn fremur á þingheim að samþykkja þær hugmyndir sem fram koma í frumvarpinu.
Frumvarpið snýst aðallega um að íþróttafélög geti fengið endurgreiddan allan virðisaukaskatt við byggingu íþróttamannvirkja.
„Hér erum við að tala um verulegar upphæðir. Jafnvel hundruð milljóna króna. Þetta hefur hvetjandi áhrif á félögin að fara í framkvæmdir sem annars hefði ekki verið ráðist í," segir Viðar Halldórsson, formaður FH.
FH stóð fyrir fundi um síðustu helgi þar sem mættu formenn og fulltrúar 25 félaga og golfklúbba. Þar var ákveðið að skora á þingheim.
„Hugsunin á bak við þetta frumvarp er líka að það sé hagkvæmara fyrir íþróttafélögin en bæjarfélögin að ráðast í stórar aðgerðir. Sum félög hafa gert þetta sjálf með stuðningi bæjarfélaga og gengið vel."
Það er Willum Þór Þórsson, fyrrum knattspyrnuþjálfari, sem er flutningsmaður frumvarpsins. Það verður hugsanlega tekið fyrir fljótlega.
Félögin sem standa að áskoruninni:
Afturelding, BÍ, Breiðablik, FH, Fjarðabyggð, Fjölnir, Fram, Fylkir, GKG, Golfklúbbur Akraness, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbburinn Oddur, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Selfoss, Grindavík, Grótta, Haukar, HK, Höttur, Hamar, ÍA, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir, Njarðvík, Reynir Sandgerði, Selfoss, Stjarnan, Þór, Þróttur, Tindastóll, Valur, Víkingur R., Víkingur Ó.
Hagsmunamál upp á hundruði milljóna króna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn