Fótbolti

Breiðablik skellti FH | Arnór Sveinn hetjan

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Blikar skora gegn FH síðasta sumar
Blikar skora gegn FH síðasta sumar vísir/arnþór
Fótbolti.net mótið í fótbolta hófst í dag með þremur leikjum. Breiðablik lagði FH 2-1, Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli 1-1 og ÍA sigraði Þrótt 3-1.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði bæði mörk Breiðabliks gegn FH í Fífunni. Fyrst skoraði hann úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en Pétur Viðarsson var rekinn af leikvelli þegar hann mótmælti dómnum.

Jérémy Serwy, belgískur leikmaður á reynslu hjá FH, jafnaði metin á 61. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Arnór Sveinn tryggði Blikum svo sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.

Hlynur Atli Magnússon sem lék með Þór á síðustu leiktíð lék í vörn FH í dag en hann er án félags.

Hörður Sveinsson kom Keflavík yfir í nágranaslagnum í Reykjaneshöllinni á 14. mínútu. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Magnús Björgvinsson metin og þar við sat.

 Í Akraneshöllinni átti ÍA ekki í vandræðum með Þrótt þrátt fyrir að Reykjavíkurliðið hafi verið fyrra til að skora.

Albert Hafsteinsson jafnaði metin fyrir ÍA og Arnar Már Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson bættu við mörkum fyrir nýliðana í Pepsí deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×