Karlar ræða konur á rakarastofunni Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2015 21:04 Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli. Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli.
Alþingi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira