Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. janúar 2015 21:24 Aron með nafna sínum og Snorra Steini vísir/pjetur „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. „Við vorum að spila okkur í góð færi allan leikinn þrátt fyrir að eiga kafla í seinni hálfleik þar sem við skorum lítið. Við vorum að opna vörnina en markvörður Dana var að verja vel en á móti þá var Aron (Rafn Eðvarðsson) að verja hinum megin. „Sóknarleikurinn var góður og við sköpuðum okkur fullt af færum. Varnarleikurinn var lengst af fínn eftir að við þéttum hann. „Við áttum í vandræðum með að komast til baka í fyrri hálfleik og skipta í vörn. Þeir keyrðu á okkur í fyrstu bylgju en við náðum að þétta það í seinni hálfleik og spila 3-2-1 vörnina. „Þetta er í vinnslu. Það lak allt inn í fyrri hálfleik en það voru miklar framfarir frá því í leikjunum við Þýskaland. Við vorum að standa réttar,“ sagði Aron sem sagði að það mætti ekki lesa of mikið í sigurinn á Dönum í kvöld. „Það er ánægjulegt að geta stillt upp okkar sterkasta liði. Við missum reyndar Alexander (Petersson) út í seinni hálfleik en það er ekki alvarlegt. „Við getum vonandi byggt ofan á þetta og að menn haldist heilir. Sóknarlega þurfum við að spila okkur betur saman. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Aron (Pálmarsson) var með okkur. „Það hafa aðrar uppstillingar verið notaðar í hinum þremur leikjunum með Sigurberg (Sveinsson) og Arnór (Atlason) úti vinstra megin. Við þurfum að spila þetta saman svo allir verði klárir þegar við komum til Katar og tímasetningarnar og samspilið verði í lagi. „Það að leggja Dani sýnir að við getum þetta sem er gott en við þurfum að átta okkur á því að þetta er æfingaleikur og þó bæði lið hafi viljað vinna þá er allt önnur staða þegar komið er á HM. „Þetta gefur okkur samt ágæta mynd og það kemur sjálfstraust í liðið,“ sagði Aron sem var ánægður með hvernig nafi hans Pálmarsson beiti sér í leiknum. „Hann veigraði sér ekki við eitt eða neitt og spilaði á fullu. „Við munum halda áfram á morgun að vinna í okkar hlutum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn. Sóknarlega eru Slóvenar með tæknilega sterka leikmenn sem eru góðir fintarar og góðir að klippa. Það hafa margar þjóðir lent í vandræðum með þá,“ sagði Aron sem mun ekki fækka frekar í hópnum fyrr en eftir mótið í Danmörku. „Það er áætlað að fara með 17 leikmenn til Katar. Arnór Atla á í vandræðum með aftanvert lærið og Aron með sitt þannig að það er skynsamlegt að fara með leikmenn sem geta spilað vinstra megin og Gunnar Steinn hefur verið að standa sig fínt.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. „Við vorum að spila okkur í góð færi allan leikinn þrátt fyrir að eiga kafla í seinni hálfleik þar sem við skorum lítið. Við vorum að opna vörnina en markvörður Dana var að verja vel en á móti þá var Aron (Rafn Eðvarðsson) að verja hinum megin. „Sóknarleikurinn var góður og við sköpuðum okkur fullt af færum. Varnarleikurinn var lengst af fínn eftir að við þéttum hann. „Við áttum í vandræðum með að komast til baka í fyrri hálfleik og skipta í vörn. Þeir keyrðu á okkur í fyrstu bylgju en við náðum að þétta það í seinni hálfleik og spila 3-2-1 vörnina. „Þetta er í vinnslu. Það lak allt inn í fyrri hálfleik en það voru miklar framfarir frá því í leikjunum við Þýskaland. Við vorum að standa réttar,“ sagði Aron sem sagði að það mætti ekki lesa of mikið í sigurinn á Dönum í kvöld. „Það er ánægjulegt að geta stillt upp okkar sterkasta liði. Við missum reyndar Alexander (Petersson) út í seinni hálfleik en það er ekki alvarlegt. „Við getum vonandi byggt ofan á þetta og að menn haldist heilir. Sóknarlega þurfum við að spila okkur betur saman. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem Aron (Pálmarsson) var með okkur. „Það hafa aðrar uppstillingar verið notaðar í hinum þremur leikjunum með Sigurberg (Sveinsson) og Arnór (Atlason) úti vinstra megin. Við þurfum að spila þetta saman svo allir verði klárir þegar við komum til Katar og tímasetningarnar og samspilið verði í lagi. „Það að leggja Dani sýnir að við getum þetta sem er gott en við þurfum að átta okkur á því að þetta er æfingaleikur og þó bæði lið hafi viljað vinna þá er allt önnur staða þegar komið er á HM. „Þetta gefur okkur samt ágæta mynd og það kemur sjálfstraust í liðið,“ sagði Aron sem var ánægður með hvernig nafi hans Pálmarsson beiti sér í leiknum. „Hann veigraði sér ekki við eitt eða neitt og spilaði á fullu. „Við munum halda áfram á morgun að vinna í okkar hlutum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn. Sóknarlega eru Slóvenar með tæknilega sterka leikmenn sem eru góðir fintarar og góðir að klippa. Það hafa margar þjóðir lent í vandræðum með þá,“ sagði Aron sem mun ekki fækka frekar í hópnum fyrr en eftir mótið í Danmörku. „Það er áætlað að fara með 17 leikmenn til Katar. Arnór Atla á í vandræðum með aftanvert lærið og Aron með sitt þannig að það er skynsamlegt að fara með leikmenn sem geta spilað vinstra megin og Gunnar Steinn hefur verið að standa sig fínt.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira