Cleveland getur ekkert án LeBron - öll úrslitin í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Kevin Love og félagar tapa og tapa án LeBron James. vísir/getty Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í: NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í:
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira