Cleveland getur ekkert án LeBron - öll úrslitin í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Kevin Love og félagar tapa og tapa án LeBron James. vísir/getty Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í: NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í:
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira