„Verið að koma aftan að látnu fólki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2015 13:49 Guðmundur Steingrímsson og Hermann Ölvir Steingrímsson ásamt lögmanni sínum í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið snýst um lán sem sonur Steingríms, Steingrímur Neil, tók á árunum 1983-1988 þegar hann var við nám í tannlækningum. Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms og Eddu Guðmundsdóttur, og þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segir í samtali við Vísi að faðir sinn hafi haft áhyggjur af láninu áður en hann lést: „Það er í raun bara verið að koma aftan að látnu fólki. Pabbi hafði miklar áhyggjur af þessu láni áður en hann lést þar sem Neil bróðir hafði aldrei borgað af því heldur hafði pabbi séð um það. Hann gekk því úr skugga um að við myndum ekki lenda í vanda út af þessu en svo kemur annað á daginn heilum tveimur árum og átta mánuðum seinna.“ Steingrímur Hermannsson gekk í sjálfsskuldarábyrgð fyrir láninu en hann lést í febrúar 2010. Mánuði síðar fór námslán Steingríms Neil í vanskil. LÍN höfðar málið á hendur lántakanum sjálfum auk þeirra sem tóku við sjálfsskuldarábyrgð Steingríms Hermannssonar á láninu. Það eru alsystkini Steingríms Neil, þau John Bryan og Ellen Herdís, en Steingrímur eignaðist þau með fyrri eiginkonu sinni, Söru Jane Donovan. Þá er málið einnig höfðað gegn Eddu Guðmundsdóttur, ekkju Steingríms, og börnum þeirra, Hermanni Ölvi Steingrímssyni, Hlíf Steingrímsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Eftirstöðvar lánsins eru rúmar 12 milljónir króna en erfingjar Steingríms vissu ekki af því að lánið væri í vanskilum fyrr en í október 2012, 2 árum og 8 mánuðum eftir að það fór fyrst í vanskil.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra frá 1983-1987 og frá 1988-1991.Vísir/GVATelur að um ólögmæta stjórnsýslubreytingu sé að ræða Guðmundur segir fjölda fólks hafa haft samband við sig eftir að málaferlin hófust sem sé í svipaðri stöðu en um það var deilt fyrir héraðsdómi í dag hvort að löglegt væri að krefjast þess að ábyrgðarmennirnir tækju við láninu. Lögmaður erfingja Steingríms, Tómas Hrafn Sveinsson, telur að málið sé byggt á ólögmætri breytingu á „alþekktri“ sjórnsýsluframkvæmd Lánasjóðsins. Stjórnsýsluframkvæmdin sem Tómas vísar til snýr að því að LÍN gekk ekki að erfingjum ábyrgðarmanna þegar um einkaskipti á dánarbúi var að ræða. Aðeins var gengið að kröfum í bú þegar opinber skipti fóru fram. Þessu var hins vegar breytt í ársbyrjun 2012 „svo jafnt myndi yfir alla ganga,“ eins og Tómas sagði fyrir dómi í dag og vísaði þar í tölvupóst sem hann hafði fengið frá lögfræðingi LÍN árið 2012 þegar málið gegn erfingjum Steingríms var komið af stað. Lánasjóðurinn skoðaði þá mál fjögur ár aftur í tímann og spurði Tómas hvers vegna farið væri aftur í tímann: „Af hverju fjögur ár aftur í tímann? Aðalatriðið er þetta „aftur í tímann“. LÍN er stjórnvald sem ákveður að breyta stjórnsýsluframkvæmd og því er lýst í þessum tölvupósti. Þessi breyting var hins vegar hvergi kynnt opinberlega eins og vera ber þegar um breytingar á stjórnsýsluframkvæmd er að ræða. Auk þess ber að kynna hana sérstaklega fyrir hlutaðeigandi aðilum sem hún getur verið íþyngjandi fyrir en það var ekki gert í þessu tilfelli. Þetta er því ólögmæt breyting.“ Þessu var lögmaður LÍN, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, ósammála og sagði að tölvupóstur lögfræðings LÍN sannaði ekki að um breytingu á stjórnsýsluframkvæmd væri að ræða. „Umræddur tölvupóstur sannar enga stjórnsýsluhefð eða framkvæmd [innskot blaðamanns: þegar kemur að innheimtu á skuldum í dánarbú], bara að innheimta skulda hafi verið ómarkviss. Þessi framkvæmd, eða sem við getum kallað vanrækslu, er ekki kynnt sérstaklega á vef Lánasjóðsins, ekki til í neinum opinberum kynningargögnum og því er því algjörlega mótmælt að allir vissu um þetta eða að þetta hafi verið vel þekkt.“Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður LÍN.Vísir/GVASegir lög um ábyrgðarmenn ekki eiga við um lánið Þá var einnig um það deilt hvort að lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009 giltu um lánið. Lögmaður erfingja Steingríms vildi meina að svo væri og LÍN hefði þverbrotið þau með því að tilkynna ekki ábyrgðarmönnunum um vanskil lánsins, fyrr en 2 árum og 8 mánuðum eftir að það fór í vanskil. Lögmaður LÍN taldi hins vegar að lög um ábyrgðarmenn ættu ekki við þar sem hann sagði ábyrgð erfingjanna þeim í hag: „Þau gengust í ábyrgð að þau höfðu fjárhagslegan ávinning af því að fá greiddan út arf. Lög um ábyrgðarmenn eiga ekki við um tilvik þar sem einstaklingur tekst á hendur ábyrgð í eigin þágu.“ Þessu mótmælti lögmaður stefndu harðlega og sagðist ekki sjá hvernig það stæðist að erfingjarnir hefðu einhvern fjárhagslegan ávinning af ábyrgðinni. Þá deildu lögmennirnir einnig um hvort það stæðist jafnræði að krafa falli niður á hendur erfingjum skuldarans við andlát hans en að kröfu sé haldið til streitu gagnvart erfingjum ábyrgðarmanns eftir að hann deyr. Málið var dómtekið í hádeginu í dag og er niðurstöðu að vænta innan fjögurra vikna. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið snýst um lán sem sonur Steingríms, Steingrímur Neil, tók á árunum 1983-1988 þegar hann var við nám í tannlækningum. Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms og Eddu Guðmundsdóttur, og þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segir í samtali við Vísi að faðir sinn hafi haft áhyggjur af láninu áður en hann lést: „Það er í raun bara verið að koma aftan að látnu fólki. Pabbi hafði miklar áhyggjur af þessu láni áður en hann lést þar sem Neil bróðir hafði aldrei borgað af því heldur hafði pabbi séð um það. Hann gekk því úr skugga um að við myndum ekki lenda í vanda út af þessu en svo kemur annað á daginn heilum tveimur árum og átta mánuðum seinna.“ Steingrímur Hermannsson gekk í sjálfsskuldarábyrgð fyrir láninu en hann lést í febrúar 2010. Mánuði síðar fór námslán Steingríms Neil í vanskil. LÍN höfðar málið á hendur lántakanum sjálfum auk þeirra sem tóku við sjálfsskuldarábyrgð Steingríms Hermannssonar á láninu. Það eru alsystkini Steingríms Neil, þau John Bryan og Ellen Herdís, en Steingrímur eignaðist þau með fyrri eiginkonu sinni, Söru Jane Donovan. Þá er málið einnig höfðað gegn Eddu Guðmundsdóttur, ekkju Steingríms, og börnum þeirra, Hermanni Ölvi Steingrímssyni, Hlíf Steingrímsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Eftirstöðvar lánsins eru rúmar 12 milljónir króna en erfingjar Steingríms vissu ekki af því að lánið væri í vanskilum fyrr en í október 2012, 2 árum og 8 mánuðum eftir að það fór fyrst í vanskil.Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra frá 1983-1987 og frá 1988-1991.Vísir/GVATelur að um ólögmæta stjórnsýslubreytingu sé að ræða Guðmundur segir fjölda fólks hafa haft samband við sig eftir að málaferlin hófust sem sé í svipaðri stöðu en um það var deilt fyrir héraðsdómi í dag hvort að löglegt væri að krefjast þess að ábyrgðarmennirnir tækju við láninu. Lögmaður erfingja Steingríms, Tómas Hrafn Sveinsson, telur að málið sé byggt á ólögmætri breytingu á „alþekktri“ sjórnsýsluframkvæmd Lánasjóðsins. Stjórnsýsluframkvæmdin sem Tómas vísar til snýr að því að LÍN gekk ekki að erfingjum ábyrgðarmanna þegar um einkaskipti á dánarbúi var að ræða. Aðeins var gengið að kröfum í bú þegar opinber skipti fóru fram. Þessu var hins vegar breytt í ársbyrjun 2012 „svo jafnt myndi yfir alla ganga,“ eins og Tómas sagði fyrir dómi í dag og vísaði þar í tölvupóst sem hann hafði fengið frá lögfræðingi LÍN árið 2012 þegar málið gegn erfingjum Steingríms var komið af stað. Lánasjóðurinn skoðaði þá mál fjögur ár aftur í tímann og spurði Tómas hvers vegna farið væri aftur í tímann: „Af hverju fjögur ár aftur í tímann? Aðalatriðið er þetta „aftur í tímann“. LÍN er stjórnvald sem ákveður að breyta stjórnsýsluframkvæmd og því er lýst í þessum tölvupósti. Þessi breyting var hins vegar hvergi kynnt opinberlega eins og vera ber þegar um breytingar á stjórnsýsluframkvæmd er að ræða. Auk þess ber að kynna hana sérstaklega fyrir hlutaðeigandi aðilum sem hún getur verið íþyngjandi fyrir en það var ekki gert í þessu tilfelli. Þetta er því ólögmæt breyting.“ Þessu var lögmaður LÍN, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, ósammála og sagði að tölvupóstur lögfræðings LÍN sannaði ekki að um breytingu á stjórnsýsluframkvæmd væri að ræða. „Umræddur tölvupóstur sannar enga stjórnsýsluhefð eða framkvæmd [innskot blaðamanns: þegar kemur að innheimtu á skuldum í dánarbú], bara að innheimta skulda hafi verið ómarkviss. Þessi framkvæmd, eða sem við getum kallað vanrækslu, er ekki kynnt sérstaklega á vef Lánasjóðsins, ekki til í neinum opinberum kynningargögnum og því er því algjörlega mótmælt að allir vissu um þetta eða að þetta hafi verið vel þekkt.“Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður LÍN.Vísir/GVASegir lög um ábyrgðarmenn ekki eiga við um lánið Þá var einnig um það deilt hvort að lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009 giltu um lánið. Lögmaður erfingja Steingríms vildi meina að svo væri og LÍN hefði þverbrotið þau með því að tilkynna ekki ábyrgðarmönnunum um vanskil lánsins, fyrr en 2 árum og 8 mánuðum eftir að það fór í vanskil. Lögmaður LÍN taldi hins vegar að lög um ábyrgðarmenn ættu ekki við þar sem hann sagði ábyrgð erfingjanna þeim í hag: „Þau gengust í ábyrgð að þau höfðu fjárhagslegan ávinning af því að fá greiddan út arf. Lög um ábyrgðarmenn eiga ekki við um tilvik þar sem einstaklingur tekst á hendur ábyrgð í eigin þágu.“ Þessu mótmælti lögmaður stefndu harðlega og sagðist ekki sjá hvernig það stæðist að erfingjarnir hefðu einhvern fjárhagslegan ávinning af ábyrgðinni. Þá deildu lögmennirnir einnig um hvort það stæðist jafnræði að krafa falli niður á hendur erfingjum skuldarans við andlát hans en að kröfu sé haldið til streitu gagnvart erfingjum ábyrgðarmanns eftir að hann deyr. Málið var dómtekið í hádeginu í dag og er niðurstöðu að vænta innan fjögurra vikna.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent