Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2015 18:45 Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. Menntamálaráðherra vonast til að frumvarp þess efnis verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Gosið hefur nú staðið yfir í hartnær 140 daga en strax á upphafsdögum fóru menn að spá í nöfn. Fyrsta daginn líkti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gossprungunni við eldspúandi dreka. Drekagil er líka skammt frá. „Þetta var náttúrlega eins og dreki í landinu í upphafi og kannski mætti skíra þetta Drekahraun og Drekaborgir út frá því. En svo hafa menn komið með nornir og Nornahraun og Flæður og Flæðuhraun,“ segir Ármann, án þess að vilja sjálfur taka afstöðu til þessara nafna. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lagði til nornaheitið eftir að nornahár sáust koma upp úr gosinu. „Þetta er náttúrlega orðið það stórt og mikið að við verðum að gefa þessu eitthvað reisulegt og fallegt nafn, það er alveg ljóst,“ segir Ármann og tekur fram að sér finnist nafnið Holuhraun ekki passa. „Holuhraun er til. Það er ekki hægt að fá Holuhraun þrjú. Það gengur náttúrlega engan veginn upp. Við erum með nú þegar Holuhraun eitt og tvö og við förum ekki að halda áfram að stafla upp Holuhraunum. Það gengur ekki,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur: Nafnið Holuhraun gengur alls ekki.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þegar fréttastofa Stöðvar 2 spurði formann örnefndanefndar, Þórunni Sigurðardóttur, hvort nefndin hefði stigið einhver skref varðandi nafngift var svarið þetta: „Það er ekki á verksviði örnefnanefndar samkvæmt núgildandi lögum að gefa náttúrufyrirbærum nöfn. Nefndin fylgist vitaskuld með umræðunni í fjölmiðlum og nafnfræðisvið Árnastofnunar safnar gögnum um hana. Það er nú þegar nafn á staðnum, Holuhraun, sem er gamalt örnefni. Svo er líklega ótímabært að nefna gíginn sérstaklega að svo stöddu, meðan gosið er enn í gangi og óljóst hvernig þar verður umhorfs þegar gosi lýkur,“ sagði Þórunn. Rifja má upp að þegar Surtseyjargosið hófst þann 14. nóvember 1963 liðu ekki nema þrjár vikur þar til menntamálaráðherra óskaði eftir tillögu örnefnanefndar, þann 7. desember sama ár. Örnefnanefnd undir forystu Kristjáns Eldjárns, með Sigurð Þórarinsson sem ráðgjafa, var snögg með tillögu. Aðeins tveimur dögum síðar, þann 9. desember 1963, auglýsti ráðherra að eyjan héti Surtsey og gígurinn Surtur, og átti gosið þó eftir að standa í fjögur ár. Ekki liðu nema tíu dagar frá því gosið á Fimmvörðuhálsi hófst í marsmánuði 2010 þar til menntamálaráðherra skipaði starfshóp, sem tíu vikum síðar lagði til nöfnin Magna og Móða og Goðahraun. Núverandi ráðherra, Illuga Gunnarssyni, finnst ekkert liggja á.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra: Fer vel á því að viðkomandi sveitarstjórn fái frumkvæðið að nafngiftinni.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta gos stendur nú enn yfir og við eigum eftir að sjá hvernig það þróast allt saman og hvaða mynd þetta hraun tekur á sig að lokum. Ég held að okkur liggi ekkert svo mjög á nafngiftinni hér, allt í lagi að leyfa nöfnum að koma fram og sjá hvernig þau venjast og hvað passar best,“ segir Illugi. Hann bendir á að lagafrumvarp um örnefni sé í meðförum Alþingis með svohljóðandi ákvæði: „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar. Utan stjórnsýslumarka sveitarfélaga liggur frumkvæði að nafngift hjá ráðherra. Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar.“ Miðað við þessa aðferð, sem ráðherra leggur til, færi boltinn heim í hérað, til Skútustaðahrepps, með samþykkt laganna. „Ég held að það fari bara ágætlega á því, af því að við erum komin þetta langt með þetta frumvarp. Það að ráðherra fari að hlaupa í þetta mál núna, það á sér enga sérstaka lagastoð,“ segir menntamálaráðherra.Verða þetta Drekaborgir? Eða Nornaborgir? Eða kannski Holuhraunsgígar?Mynd/Guðbergur Davíðsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. Menntamálaráðherra vonast til að frumvarp þess efnis verði fljótlega að lögum frá Alþingi. Gosið hefur nú staðið yfir í hartnær 140 daga en strax á upphafsdögum fóru menn að spá í nöfn. Fyrsta daginn líkti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur gossprungunni við eldspúandi dreka. Drekagil er líka skammt frá. „Þetta var náttúrlega eins og dreki í landinu í upphafi og kannski mætti skíra þetta Drekahraun og Drekaborgir út frá því. En svo hafa menn komið með nornir og Nornahraun og Flæður og Flæðuhraun,“ segir Ármann, án þess að vilja sjálfur taka afstöðu til þessara nafna. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lagði til nornaheitið eftir að nornahár sáust koma upp úr gosinu. „Þetta er náttúrlega orðið það stórt og mikið að við verðum að gefa þessu eitthvað reisulegt og fallegt nafn, það er alveg ljóst,“ segir Ármann og tekur fram að sér finnist nafnið Holuhraun ekki passa. „Holuhraun er til. Það er ekki hægt að fá Holuhraun þrjú. Það gengur náttúrlega engan veginn upp. Við erum með nú þegar Holuhraun eitt og tvö og við förum ekki að halda áfram að stafla upp Holuhraunum. Það gengur ekki,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur: Nafnið Holuhraun gengur alls ekki.Stöð 2/Einar Þorsteinsson.Þegar fréttastofa Stöðvar 2 spurði formann örnefndanefndar, Þórunni Sigurðardóttur, hvort nefndin hefði stigið einhver skref varðandi nafngift var svarið þetta: „Það er ekki á verksviði örnefnanefndar samkvæmt núgildandi lögum að gefa náttúrufyrirbærum nöfn. Nefndin fylgist vitaskuld með umræðunni í fjölmiðlum og nafnfræðisvið Árnastofnunar safnar gögnum um hana. Það er nú þegar nafn á staðnum, Holuhraun, sem er gamalt örnefni. Svo er líklega ótímabært að nefna gíginn sérstaklega að svo stöddu, meðan gosið er enn í gangi og óljóst hvernig þar verður umhorfs þegar gosi lýkur,“ sagði Þórunn. Rifja má upp að þegar Surtseyjargosið hófst þann 14. nóvember 1963 liðu ekki nema þrjár vikur þar til menntamálaráðherra óskaði eftir tillögu örnefnanefndar, þann 7. desember sama ár. Örnefnanefnd undir forystu Kristjáns Eldjárns, með Sigurð Þórarinsson sem ráðgjafa, var snögg með tillögu. Aðeins tveimur dögum síðar, þann 9. desember 1963, auglýsti ráðherra að eyjan héti Surtsey og gígurinn Surtur, og átti gosið þó eftir að standa í fjögur ár. Ekki liðu nema tíu dagar frá því gosið á Fimmvörðuhálsi hófst í marsmánuði 2010 þar til menntamálaráðherra skipaði starfshóp, sem tíu vikum síðar lagði til nöfnin Magna og Móða og Goðahraun. Núverandi ráðherra, Illuga Gunnarssyni, finnst ekkert liggja á.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra: Fer vel á því að viðkomandi sveitarstjórn fái frumkvæðið að nafngiftinni.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta gos stendur nú enn yfir og við eigum eftir að sjá hvernig það þróast allt saman og hvaða mynd þetta hraun tekur á sig að lokum. Ég held að okkur liggi ekkert svo mjög á nafngiftinni hér, allt í lagi að leyfa nöfnum að koma fram og sjá hvernig þau venjast og hvað passar best,“ segir Illugi. Hann bendir á að lagafrumvarp um örnefni sé í meðförum Alþingis með svohljóðandi ákvæði: „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar. Utan stjórnsýslumarka sveitarfélaga liggur frumkvæði að nafngift hjá ráðherra. Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar.“ Miðað við þessa aðferð, sem ráðherra leggur til, færi boltinn heim í hérað, til Skútustaðahrepps, með samþykkt laganna. „Ég held að það fari bara ágætlega á því, af því að við erum komin þetta langt með þetta frumvarp. Það að ráðherra fari að hlaupa í þetta mál núna, það á sér enga sérstaka lagastoð,“ segir menntamálaráðherra.Verða þetta Drekaborgir? Eða Nornaborgir? Eða kannski Holuhraunsgígar?Mynd/Guðbergur Davíðsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13
Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00
Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. 12. janúar 2015 18:41