Svo virðist sem að starfsmenn markaðsdeildar Blackberry séu einnig hættir að nota Blackberry síma.
Á opinberri Twittersíðu fyrirtækisins birtist í gær auglýsing fyrir Instagram reikning Blackberry, þar sem fólk var beðið um að fylgjast með. Tístinu fylgdu þó upplýsingar um að það hefði verið sett inn með iPhone frá Apple.
Þær upplýsingar hefði verið hægt að sjá með forritum eins og Tweetdeck og Tweetbot.
Stjórnmálamaðurinn Norm Kelly frá Toronto, virðist hafa verið fyrstur til að taka eftir þessu og miðillin The Verge fjallaði um þetta. Þá var tístið tekið út.
Did this really just happen? Tweeting from the official BlackBerry account with an iPhone? pic.twitter.com/6qqm5L10Sz
— Norm Kelly (@norm) January 13, 2015