Aron: Við munum skjóta Anderson í kaf Arnar Björnsson í Katar skrifar 15. janúar 2015 18:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Það kom berlega í ljós hve Aron Pálmarsson er mikilvægur hjá íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Dönum á dögunum. Aron segist vera í góðu standi og laus við meiðsli sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Ef leikirnir við Dani og Slóvena eru undanskildir hefur Aron ekki spilað með landsliðinu í undanförnum leikjum vegna meiðsla. „Áður en kom að leikjunum um daginn hafði ég ekki spilað með liðinu í 8-9 mánuði. Það er alltaf allt öðru vísi að spila með landsliðinu en félagsliði. Þetta er í annað sinn sem ég spila í Katar en mótið núna er miklu stærra og umgjörðin er frábær. Ég hef aldrei verið á jafnflottu hóteli og hér“. Strákarnir eru á Intercontinental hótelinu og það væsir ekki um þá þar. Aron er spenntur fyrir fyrsta leiknum á morgun. „Svíar eru með sterkt lið, þeir eru stórir og sterkir og með frábæra vörn. Sóknarleikur okkar hefur verið góður að undanförnu og við höfum nýtt tímann vel að undanförnu til að slípa leik okkar og við getum gert góða hluti hér í Katar“, segir stórskyttan og Aron er ánægður með að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. „Ég er þakklátur fyrir að vera í landsliðinu og það er gaman að koma í hópinn á nýjan leik“. Þegar hann er spurður að því hvort sé skemmtilegra að skora eða að gefa stoðsendingar, stendur ekki á svari: „Það er skemmtilegra að gefa stoðsendingar en ef ég þarf að skora þá geri ég það“. Aron þarf á morgun að eiga við Matthias Andersson stemningskarlinn í marki sænska liðsins. Veit hann hvar á að skjóta á þann sænska? „Það hefur ekki litið þannig út í leikjum mínum með Kiel gegn Flensburg á morgun skjótum við Andersson í kaf“, segir brosandi Aron Pálmarsson. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við Aron hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Það kom berlega í ljós hve Aron Pálmarsson er mikilvægur hjá íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Dönum á dögunum. Aron segist vera í góðu standi og laus við meiðsli sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Ef leikirnir við Dani og Slóvena eru undanskildir hefur Aron ekki spilað með landsliðinu í undanförnum leikjum vegna meiðsla. „Áður en kom að leikjunum um daginn hafði ég ekki spilað með liðinu í 8-9 mánuði. Það er alltaf allt öðru vísi að spila með landsliðinu en félagsliði. Þetta er í annað sinn sem ég spila í Katar en mótið núna er miklu stærra og umgjörðin er frábær. Ég hef aldrei verið á jafnflottu hóteli og hér“. Strákarnir eru á Intercontinental hótelinu og það væsir ekki um þá þar. Aron er spenntur fyrir fyrsta leiknum á morgun. „Svíar eru með sterkt lið, þeir eru stórir og sterkir og með frábæra vörn. Sóknarleikur okkar hefur verið góður að undanförnu og við höfum nýtt tímann vel að undanförnu til að slípa leik okkar og við getum gert góða hluti hér í Katar“, segir stórskyttan og Aron er ánægður með að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. „Ég er þakklátur fyrir að vera í landsliðinu og það er gaman að koma í hópinn á nýjan leik“. Þegar hann er spurður að því hvort sé skemmtilegra að skora eða að gefa stoðsendingar, stendur ekki á svari: „Það er skemmtilegra að gefa stoðsendingar en ef ég þarf að skora þá geri ég það“. Aron þarf á morgun að eiga við Matthias Andersson stemningskarlinn í marki sænska liðsins. Veit hann hvar á að skjóta á þann sænska? „Það hefur ekki litið þannig út í leikjum mínum með Kiel gegn Flensburg á morgun skjótum við Andersson í kaf“, segir brosandi Aron Pálmarsson. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við Aron hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira