Egyptar unnu slag Afríkuríkjanna í riðli Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 17:29 Mohamed Ramadan skoraði átta mörk fyrir Egypta í dag. Vísir/AFP Egyptaland er komið með tvö stig í C-riðli eftir afar öruggan sigur á Alsír, 34-20, í Al Sadd-höllinni á HM í Katar. Eftir jafnar upphafsmínútur datt botninn úr leik Alsíringa og gengu Egyptar á lagið. Þeir skoruðu tíu af síðustu þrettán mörkum fyrri hálfleiks og gerðu þar með út um leikinn. Eins og gefur að skilja varð leikurinn aldrei spennandi í síðari hálfleik. Alsíringar gerðu hvað sem þeir gátu til að rétta sinn hlut og beittu ýmsum brögðum til þess. En forystu Egyptanna var aldrei ógnað. Ísland mætir Alsír í Al Sadd-höllinni í Doha á sunnudag klukkan 16.00 og miðað við frammistöðu þeirra síðarnefndu í dag má leiða líkur á því að Alsír er með slakasta lið riðilsins. Markverðir liðanna vörðu aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik og 3-2-1 vörn liðsins var leikin sundur og saman hvað eftir annað af sprækum Egyptum. Það var frábær stemning í höllinni og stuðningsmenn liðanna fjölmennir - þó var stór meirihluti þeirra á bandi Egypta. Ísland mætir Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar og ljóst að um afar mikilvægan leik gæti verið að ræða fyrir bæði lið. Alsíringar voru sem fyrr segir mjög fljótir að bugast eftir að hafa spilað ágætlega á upphafsmínútunum. En liðið hafði enga getu til að halda úti framliggjandi vörn sinni né heldur hafði það markvörsluna með sér. Afar fáir tóku af skarið í sókninni. Leikstjórnandinn Khaled Chentout var sá eini sem náði að ógna að utan en helsta vopn liðsins var að leita inn á línuna til Hichem Kaabeche. Egyptarnir léku á als oddi og leyfðu sér að hvíla leikstjórnandann Eslam Issa og skyttuna Mohamed Elbassiouny lengst af í síðari hálfleik en báðir spiluðu vel í þeim fyrri. 3-2-1 vörn liðsins var öflug og fyrir aftan hana átti Karim Handawy góðan leik í markinu. Issa var markahæstur Egypta með fimm mörk en Kaabeche skoraði sex fyrir Alsíringa. Egyptar mæta næst Frökkum klukkan 18.00 á sunnudag. HM 2015 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Egyptaland er komið með tvö stig í C-riðli eftir afar öruggan sigur á Alsír, 34-20, í Al Sadd-höllinni á HM í Katar. Eftir jafnar upphafsmínútur datt botninn úr leik Alsíringa og gengu Egyptar á lagið. Þeir skoruðu tíu af síðustu þrettán mörkum fyrri hálfleiks og gerðu þar með út um leikinn. Eins og gefur að skilja varð leikurinn aldrei spennandi í síðari hálfleik. Alsíringar gerðu hvað sem þeir gátu til að rétta sinn hlut og beittu ýmsum brögðum til þess. En forystu Egyptanna var aldrei ógnað. Ísland mætir Alsír í Al Sadd-höllinni í Doha á sunnudag klukkan 16.00 og miðað við frammistöðu þeirra síðarnefndu í dag má leiða líkur á því að Alsír er með slakasta lið riðilsins. Markverðir liðanna vörðu aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik og 3-2-1 vörn liðsins var leikin sundur og saman hvað eftir annað af sprækum Egyptum. Það var frábær stemning í höllinni og stuðningsmenn liðanna fjölmennir - þó var stór meirihluti þeirra á bandi Egypta. Ísland mætir Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar og ljóst að um afar mikilvægan leik gæti verið að ræða fyrir bæði lið. Alsíringar voru sem fyrr segir mjög fljótir að bugast eftir að hafa spilað ágætlega á upphafsmínútunum. En liðið hafði enga getu til að halda úti framliggjandi vörn sinni né heldur hafði það markvörsluna með sér. Afar fáir tóku af skarið í sókninni. Leikstjórnandinn Khaled Chentout var sá eini sem náði að ógna að utan en helsta vopn liðsins var að leita inn á línuna til Hichem Kaabeche. Egyptarnir léku á als oddi og leyfðu sér að hvíla leikstjórnandann Eslam Issa og skyttuna Mohamed Elbassiouny lengst af í síðari hálfleik en báðir spiluðu vel í þeim fyrri. 3-2-1 vörn liðsins var öflug og fyrir aftan hana átti Karim Handawy góðan leik í markinu. Issa var markahæstur Egypta með fimm mörk en Kaabeche skoraði sex fyrir Alsíringa. Egyptar mæta næst Frökkum klukkan 18.00 á sunnudag.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni