Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 19:49 „Ég skil þetta ekki alveg. Við mættum tilbúnir í leikinn og vel undirbúnir, en sóknarleikurinn er algjör skandall,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, við Vísi eftir tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. Matthias Andersson varði 21 skot í markinu og naut þess að spila fyrir aftan sterka vörn Svíanna, en sóknarleikur Íslands var ekki boðlegur að mati Arons. „Hann leit rosalega vel út í markinu, en við spiluðum bara hræðilega í sókninni. Við komumst ekki í þau færi sem við lögðum upp með og það skildi að. Við skoruðum 16 mörk í leiknum sem er bara grín og lið á okkar kaliber á að gera miklu betur,“ sagði hann. „Það er klárlega vörnin [þeirra] sem fær okkur í þessi erfiðu skot, en við vissum að þeir væru stórir og sterkir. Það gekk ekki að opna þá og þegar svona markvörður fær svona vörn fyrir framan sig þá verður þetta erfitt.“ Hvað var það sem gekk ekki upp af því sem Aron hafði lagt upp fyrir leik? „Sóknarleikurinn - allt þar. Þeir eru þéttir þannig við ætluðum að draga þá í sundur og finna plássin en það gekk ekki. Þess vegna fórum við í erfið skot,“ sagði Aron sem leggur ekki árar í bát. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Nú er skitan búin og það má svekkja sig á þessu í rútunni á leiðinni upp á hótel. Svo er bara fundur og búið og svo næsti leikur. Við ætlum að vera hér sem lengst og við getum ekki látið þetta eyðileggja framtíðina í þessu móti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Ég skil þetta ekki alveg. Við mættum tilbúnir í leikinn og vel undirbúnir, en sóknarleikurinn er algjör skandall,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, við Vísi eftir tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. Matthias Andersson varði 21 skot í markinu og naut þess að spila fyrir aftan sterka vörn Svíanna, en sóknarleikur Íslands var ekki boðlegur að mati Arons. „Hann leit rosalega vel út í markinu, en við spiluðum bara hræðilega í sókninni. Við komumst ekki í þau færi sem við lögðum upp með og það skildi að. Við skoruðum 16 mörk í leiknum sem er bara grín og lið á okkar kaliber á að gera miklu betur,“ sagði hann. „Það er klárlega vörnin [þeirra] sem fær okkur í þessi erfiðu skot, en við vissum að þeir væru stórir og sterkir. Það gekk ekki að opna þá og þegar svona markvörður fær svona vörn fyrir framan sig þá verður þetta erfitt.“ Hvað var það sem gekk ekki upp af því sem Aron hafði lagt upp fyrir leik? „Sóknarleikurinn - allt þar. Þeir eru þéttir þannig við ætluðum að draga þá í sundur og finna plássin en það gekk ekki. Þess vegna fórum við í erfið skot,“ sagði Aron sem leggur ekki árar í bát. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Nú er skitan búin og það má svekkja sig á þessu í rútunni á leiðinni upp á hótel. Svo er bara fundur og búið og svo næsti leikur. Við ætlum að vera hér sem lengst og við getum ekki látið þetta eyðileggja framtíðina í þessu móti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15