Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2015 21:04 Strákarnir stóðu sig ekki vel í dag að mati Gaupa. vísir/eva björk/pjetur Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-16, í fyrsta leik liðsins á HM 2015 í Katar. Reiðarslag í fyrsta leik en tapið sanngjarnt þar sem Svíar voru betri í leiknum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Leikmaðurinn sem var mest gagnrýndur fyrir mótið stóð fyrir sínu og sýndi gamalkunna takta.Guðjón Valur Sigurðsson - 1 Spilaði einn sinn slakasta landsleik á stórmóti. Skoraði eitt mark úr sjö skotum.Aron Pálmarsson - 2 Reyndi en fann ekki takt í sinn leik og hefur oftast leikið betur. Virkaði óöruggur og hitti illa markið.Snorri Steinn Guðjónsson - 1 Lék í 13 mínútur og gat lítið gert á þeim tíma sem hann fékk.Alexander Petersson - 1 Átti í miklum erfiðleikum gegn sterkum varnarmönnum sænska liðsins. Sótti mikið inn á miðjuna þar sem hann lenti í hrömmunum á bestu varnarmönnum Svía trekk í trekk.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Verður ekki sakaður um að hafa staðið sig illa á þeim tíma sem hann spilaði. Alltaf sterkur varnarlega en við viljum sjá meira frá honum.Róbert Gunnarsson - 2 Spilaði ekki mikið í dag. Fékk boltann einu sinni inn á línuna og skoraði úr því fær. Leikmönnum gekk illa að finna hann.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn stóð fyrir sínu og vel það. Barði vörnina áfram eins og honum einum var lagið. Ekki að sjá að hann er orðinn 37 ára gamall.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Átti flottan leik. Ungur leikmaður sem er vaxandi og hefur stigið upp í sínum leik en á mikið inni.Stefán Rafn Sigurmannsson - 3 Skilaði sínu þokkalega en hefði mátt spila meira. Á mikið inni.Arnór Atlason - 4 Besti sóknarmaður íslenska liðsins. Var áræðinn og reyndi að draga vagninn en náði ekki að draga liðið með sér. Gaman að sjá hann svona ferskan í fyrsta leik.Sigurbergur Sveinsson - 1 Hafði ekki árangur sem erfiði þegar hann fékk tækifæri í dag frekar en aðrir sóknarmenn liðsins. Erfitt að koma inn í liðið eins og það var að spila.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Skilaði sínu í leiknum. Leikmaður sem alltaf er hægt að treysta og mætti spila meira.Kári Kristján Kristjánsson - 1 Leið fyrir það eins og Róbert að leikmenn fundu hann ekki inn á línunni. Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Vignir Svavarsson - 3 Spilaði 17 mínútur í dag og skilaði því sem ætlast var til af honum.Aron Eðvarðsson - Kom ekkert við sögu í leiknum.Aron Kristjánsson - 3 Fær plús fyrir útfærsluna á varnarleik íslenska liðsins. Hann reyndi og gerði breytingar í sókninni sem voru ekki að virka. Sóknarleikur íslenska liðsins er umhugsunarefni fyrir þjálfarateymið.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-16, í fyrsta leik liðsins á HM 2015 í Katar. Reiðarslag í fyrsta leik en tapið sanngjarnt þar sem Svíar voru betri í leiknum. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Leikmaðurinn sem var mest gagnrýndur fyrir mótið stóð fyrir sínu og sýndi gamalkunna takta.Guðjón Valur Sigurðsson - 1 Spilaði einn sinn slakasta landsleik á stórmóti. Skoraði eitt mark úr sjö skotum.Aron Pálmarsson - 2 Reyndi en fann ekki takt í sinn leik og hefur oftast leikið betur. Virkaði óöruggur og hitti illa markið.Snorri Steinn Guðjónsson - 1 Lék í 13 mínútur og gat lítið gert á þeim tíma sem hann fékk.Alexander Petersson - 1 Átti í miklum erfiðleikum gegn sterkum varnarmönnum sænska liðsins. Sótti mikið inn á miðjuna þar sem hann lenti í hrömmunum á bestu varnarmönnum Svía trekk í trekk.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Verður ekki sakaður um að hafa staðið sig illa á þeim tíma sem hann spilaði. Alltaf sterkur varnarlega en við viljum sjá meira frá honum.Róbert Gunnarsson - 2 Spilaði ekki mikið í dag. Fékk boltann einu sinni inn á línuna og skoraði úr því fær. Leikmönnum gekk illa að finna hann.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn stóð fyrir sínu og vel það. Barði vörnina áfram eins og honum einum var lagið. Ekki að sjá að hann er orðinn 37 ára gamall.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Átti flottan leik. Ungur leikmaður sem er vaxandi og hefur stigið upp í sínum leik en á mikið inni.Stefán Rafn Sigurmannsson - 3 Skilaði sínu þokkalega en hefði mátt spila meira. Á mikið inni.Arnór Atlason - 4 Besti sóknarmaður íslenska liðsins. Var áræðinn og reyndi að draga vagninn en náði ekki að draga liðið með sér. Gaman að sjá hann svona ferskan í fyrsta leik.Sigurbergur Sveinsson - 1 Hafði ekki árangur sem erfiði þegar hann fékk tækifæri í dag frekar en aðrir sóknarmenn liðsins. Erfitt að koma inn í liðið eins og það var að spila.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Skilaði sínu í leiknum. Leikmaður sem alltaf er hægt að treysta og mætti spila meira.Kári Kristján Kristjánsson - 1 Leið fyrir það eins og Róbert að leikmenn fundu hann ekki inn á línunni. Náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Vignir Svavarsson - 3 Spilaði 17 mínútur í dag og skilaði því sem ætlast var til af honum.Aron Eðvarðsson - Kom ekkert við sögu í leiknum.Aron Kristjánsson - 3 Fær plús fyrir útfærsluna á varnarleik íslenska liðsins. Hann reyndi og gerði breytingar í sókninni sem voru ekki að virka. Sóknarleikur íslenska liðsins er umhugsunarefni fyrir þjálfarateymið.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49
Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14