Björgvin Páll: Áttum skilið að fá stól í andlitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 13:15 Björgvin Páll varði 14 skot í íslenska markinu í gær. vísir/eva björk „Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ Þetta stóð í færslu sem Björgvin Páll Gústavsson setti á Twitter-síðu sína í gær og lék Vísi forvitni á að vita hvað hafi búið þar að baki. Ísland tapaði í gær fyrir Svíþjóð, 24-16, í sínum fyrsta leik á HM í Katar. „Bara pirringur út í sjálfan mig og okkur sem liðsheild. Ég held að ég hafi náð að orða þetta ágætlega. Við þurftum allir að fá high five í gær og hefðum kannski átt stólinn frekar skilið.“ Hann segir að nóttin hafi verið betri en hann hafi átt von á fyrirfram. „Ég náði að kryfja þetta frekar fljótt í hausnum og ég sofnaði ljúft og vært eftir að hafa horft á hina strákana okkar í fótboltanum í gær.“ „Ég var lengi að sofna en þó fljótari en venjulega,“ bætti hann við en meðal þess sem hann segir að hafi farið úrskeðis í gær voru einstaklingsmistök. Til marks um það hafi Ísland lítið sem ekkert nýtt hraðaupphlaupin sín í gær. „Mér fannst leikáætlunin ganga vel upp í gær. Við fengum mikið af færum og erum að skila okkar vinnu ágætlega. En þessi einstaklingsmistök sem við gerum eru slæm og bara hollt fyrir liðið að lenda í því. Nú þurfum við að taka ábyrgð á sjálfum okkur og næsta manni til að það komi ekki fyrir aftur.“ „Við þurfum að taka ábyrgðina allir saman og ég held að einstaklingurinn geti lært af þessum leik í gær.“ Strákarnir mæta Alsíringum strax á morgun og því lítill tími til að svekkja sig á tapi gærdagsins. „Við getum lært mikið af leiknum í gær og notað pirringinn eftir tapið í leiknum gegn Alsír. Við viljum gera betur. Leikurinn skiptir miklu upp á 16-liða úrslitin að gera og skyldusigur ef við ætlum okkur að fara eitthvað lengra í þessu móti.“ „Við tókum eitt skref aftur á bak í gær en nú þurfum við að núllstilla okkur og mæta klárir inn í næsta leik.“ Alsíringar spila gjörólíkan handbolta miðað við Svía eins og Björgvin Páll bendir á. „Þeir eru svolítið villtir, bæði í vörn og sókn. Þeir gera öðruvísi hluti og áskorun fyrir okkur að halda í við þá. Við þurfum að vera klókir til þess og mæta vel undirbúnir til leiks.“pic.twitter.com/zkK0Is0qgh— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 16, 2015 HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30 Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45 Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
„Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ Þetta stóð í færslu sem Björgvin Páll Gústavsson setti á Twitter-síðu sína í gær og lék Vísi forvitni á að vita hvað hafi búið þar að baki. Ísland tapaði í gær fyrir Svíþjóð, 24-16, í sínum fyrsta leik á HM í Katar. „Bara pirringur út í sjálfan mig og okkur sem liðsheild. Ég held að ég hafi náð að orða þetta ágætlega. Við þurftum allir að fá high five í gær og hefðum kannski átt stólinn frekar skilið.“ Hann segir að nóttin hafi verið betri en hann hafi átt von á fyrirfram. „Ég náði að kryfja þetta frekar fljótt í hausnum og ég sofnaði ljúft og vært eftir að hafa horft á hina strákana okkar í fótboltanum í gær.“ „Ég var lengi að sofna en þó fljótari en venjulega,“ bætti hann við en meðal þess sem hann segir að hafi farið úrskeðis í gær voru einstaklingsmistök. Til marks um það hafi Ísland lítið sem ekkert nýtt hraðaupphlaupin sín í gær. „Mér fannst leikáætlunin ganga vel upp í gær. Við fengum mikið af færum og erum að skila okkar vinnu ágætlega. En þessi einstaklingsmistök sem við gerum eru slæm og bara hollt fyrir liðið að lenda í því. Nú þurfum við að taka ábyrgð á sjálfum okkur og næsta manni til að það komi ekki fyrir aftur.“ „Við þurfum að taka ábyrgðina allir saman og ég held að einstaklingurinn geti lært af þessum leik í gær.“ Strákarnir mæta Alsíringum strax á morgun og því lítill tími til að svekkja sig á tapi gærdagsins. „Við getum lært mikið af leiknum í gær og notað pirringinn eftir tapið í leiknum gegn Alsír. Við viljum gera betur. Leikurinn skiptir miklu upp á 16-liða úrslitin að gera og skyldusigur ef við ætlum okkur að fara eitthvað lengra í þessu móti.“ „Við tókum eitt skref aftur á bak í gær en nú þurfum við að núllstilla okkur og mæta klárir inn í næsta leik.“ Alsíringar spila gjörólíkan handbolta miðað við Svía eins og Björgvin Páll bendir á. „Þeir eru svolítið villtir, bæði í vörn og sókn. Þeir gera öðruvísi hluti og áskorun fyrir okkur að halda í við þá. Við þurfum að vera klókir til þess og mæta vel undirbúnir til leiks.“pic.twitter.com/zkK0Is0qgh— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 16, 2015
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30 Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45 Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30
Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45
Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27
Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04