Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 21:45 Vísir/AFP Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni