Aron: Hafði aldrei áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:17 Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03