Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 09:00 Þessir leikmenn New England Patriots voru sáttir í leikslok. Vísir/AP New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Sjá meira