Handbolti

Eitt af fimm heimsmeistaramótum í Katar fyrir HM í fótbolta 2022 | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Eva Björk
Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður 365, er staddur úti í Katar á heimsmeistaramótinu  en hann skoðaði sig um í Katar og fór yfir það af hverju HM í handbolta fer fram í Katar í ár.

Þegar Júlíus Jónasson og Kristján Arason voru í landsliðinu fyrir mörgum mörgum árum hvarflaði örugglega aldrei að þeim að þeir myndu fara á heimsmeistaramót til Katar. En tímarnir breytast.

Fyrir fjórum árum unnu Katarar kapphlaupið við Frakka, Norðmenn og Pólverja sem einnig sóttust eftir því að halda heimsmeistaramótið í handbolta í ár.

Mótið er nú haldið í annað skipti í Mið-Austurlöndum en Egyptar voru mótshaldarar árið 1999.

Katarar eru búnir að eyða milljónum króna í verkefnið og þeir kappkosta að vanda til verka og áður en kemur að stærsta verkefninu sem er HM í fótbolta árið 2022 verða þeir búnir að halda heimsmeistaramót í fimm greinum, sundi í fyrra, handbolta í ár, hjólreiðum 2016, fimleikum 2018 og frjálsum íþróttum 2019.

Katarar eyða ekki bara peningum í umgjörð leikanna því þeir kaupa sér nánast heilt landslið. Arnar Björnsson fór yfir þetta og fleira í innslagi sínu í HM-kvöldi í gær en það má finna það allt hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×