Chicago á skriði í NBA-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 08:00 Jimmy Butler í leiknum í nótt. Vísir/Getty Chicago vann í nótt sigur á Denver, 106-101, í NBA-deildinni í körfubolta en aðeins tveir leikir fóru þá fram. Þetta var ellefti sigur Chicago í síðustu þrettán leikjum liðsins en Jimmy Butler var stigahæstur í liðinu með 26 stig í nótt. Pau Gasol og Derrick Rose voru með sautján stig hvor en sá síðarnefndi skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta. Rose, sem var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2011, klikkaði reyndar á fyrstu átta skotum sínum í leiknum og var stigalaus eftir fyrri hálfleik. Hann komst þó í gang undir lokin og var óstöðvandi. Gasol tók einnig níu fráköst í leiknum og varði níu skot sem er persónulegt met. Wilson Chandler skoraði 22 stig fyrir Denver sem hefur unnið aðeins fjóra af 16 leikjum sínum á útivelli í vetur. Sacramento vann Minnesota, 110-107, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tíunda leik í röð. Rudy Gay var með 21 stig og DeMarcus Cousins nítján stig og sjö fráköst en hvorugur náði þó að klára leikinn vegna villuvandræða. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota og níu fráköst þar að auki og fékk liðið tækifæri til að jafna metin með síðasta skoti leiksins en Troy Daniels brást þá bogalistin.Úrslit næturinnar: Chicago - Denver 106-101 Minnesota - Sacramento 107-110 NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Chicago vann í nótt sigur á Denver, 106-101, í NBA-deildinni í körfubolta en aðeins tveir leikir fóru þá fram. Þetta var ellefti sigur Chicago í síðustu þrettán leikjum liðsins en Jimmy Butler var stigahæstur í liðinu með 26 stig í nótt. Pau Gasol og Derrick Rose voru með sautján stig hvor en sá síðarnefndi skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta. Rose, sem var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2011, klikkaði reyndar á fyrstu átta skotum sínum í leiknum og var stigalaus eftir fyrri hálfleik. Hann komst þó í gang undir lokin og var óstöðvandi. Gasol tók einnig níu fráköst í leiknum og varði níu skot sem er persónulegt met. Wilson Chandler skoraði 22 stig fyrir Denver sem hefur unnið aðeins fjóra af 16 leikjum sínum á útivelli í vetur. Sacramento vann Minnesota, 110-107, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tíunda leik í röð. Rudy Gay var með 21 stig og DeMarcus Cousins nítján stig og sjö fráköst en hvorugur náði þó að klára leikinn vegna villuvandræða. Andrew Wiggins var með 27 stig fyrir Minnesota og níu fráköst þar að auki og fékk liðið tækifæri til að jafna metin með síðasta skoti leiksins en Troy Daniels brást þá bogalistin.Úrslit næturinnar: Chicago - Denver 106-101 Minnesota - Sacramento 107-110
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins