Fyrsta kínverska flugvélin Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 12:15 Comac ARJ21-700 hefur sig til flugs. Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira