Varar við upplausn Íraks Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 16:02 Abdul-Wahab al-Saadi og menn hans ferðuðust 40 kílómetra vegalengd á 30 dögum. Vísir/AP „Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
„Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent