Varar við upplausn Íraks Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 16:02 Abdul-Wahab al-Saadi og menn hans ferðuðust 40 kílómetra vegalengd á 30 dögum. Vísir/AP „Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn. Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn.
Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira