Rakel greinir frá því á Facebook-síðu sinni að tvisvar sinnum hafi þurft að gegnumlýsa bikarinn á Gatwick-flugvelli í London á leiðinni til Malaga. Breskur tollvörður hafi stoppað Rakel á flugvellinum greinilega velt mikið fyrir sér úr hverju gripurinn væri gerður.
„Lava??? Really, a trophy made of lava?“ hefur Rakel eftir tollverðinum sem hleypti Rakel og bikarnum að lokum áfram sína leið.

Fróðlegt hefði verið að sjá hvernig breski tollvörðuinn hefði brugðist við hefði Rakel reynt að koma stóra bikarnum til Jóns Arnórs. Ingigerður Jónsdóttir, móðir Jóns Arnórs, tók við þeim stóra fyrir hönd sonar síns í Gullhömrum í gær.